Sport

Arsenal í úrslit FA Cup

Arsenal og Blackburn áttust við á Millennium Stadium í Cardiff í undanúrslitum ensku FA Cup bikarkepnninnar í knattspyrnu í dag. Arsenal hafði algjöra yfirburði í leiknum og vann örugglega, 3-0. Robert Pires skoraði fyrsta markið undir lok fyrri hálfleiks en Robin Van Persie bætti tveimur mörkum við á síðustu fjórum mínútum leiksins. Arsenal mætir sigurvegaranum úr viðureign Manchester United og Newcastle sem mætast á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×