Sport

Xabi getur verði nýr Kenny

Rafael Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur mikla trú á samlanda sínum Xabi Alonso og segir hann áhrifamesta leikmanninn sem hann hefur fengið til liðs við félagið hingað til og telur hann geta leitt liðið líkt og Kenny Dalglish gerði á gullaldarárum félagsins. ,,Fólk sagði mér þegar ég kom til Englands að ég þyrfti stóra og líkamlega sterka leikmenn til að ná árangri á Englandi. En þegar ég horfi til baka og hugsa til bestu leikmannanna sem hér hafa spilað eru það oftar en ekki þeir með tæknilega getu sem skarað hafa framúr. Við höfum Dalglish sem fór fyrir frábæru Liverpool liði, Cantona hjá Manchester United, Zola hjá Chelsea og Bergkamp sem stóð sig frábærlega í upphafi velgengninnar hjá Arsenal.",, Ef þú spyrð mig, þá er Xabi þessi leikmaður. Auðvitað þarf maður góða leikmenn með og því er synd hvað við höfum sjaldan getað stillt upp bæði Xabi og Steven Gerrard saman. Xabi er ungur leikmaður en hann hugsar og framkvæmir eins og þeir eldri." Þess má geta að þegar Alonso ökklabrotnaði á nýársdag var Setven Gerrard nýkominn til baka eftir fótbrot og er það ástæðan fyrir því hve lítið Benitez hefur getað notað þá saman.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×