Sport

KR-ingar sigruðu Fram

KR-ingar sigruðu Fram í öðrum riðli A-deildar Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í kvöld, en leikið var á Framvelli. Eina mark leiksins gerði Garðar Jóhannsson úr vítaspyrnu um miðjan hálfleikinn. Eftir leikinn eru KR-ingar á toppnum með fjórtán stig, stigi meira en Þróttarar sem þó hafa spilað leik meira. Fram situr í 6.-7. sæti ásamt KA með fimm stig, en Völsungur er neðstur með 4 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×