Sport

Ferdinand vill spila utan Englands

Umboðsmaður Rio Ferdinand, Pini Zahavi, sagði í dag að skjólstæðingur sinn vildi fá að spila utan Englands í framtíðinni, en þessi ummæli koma í kjölfar sögusagnanna að Ferdinand sé á leið til Chelsea. Hinn 26-ára gamli Ferdinand á tvö ár eftir af núverandi samningi sínum við Manchester United. ,,Ef hann skrifar ekki undir nýjan samning mun hann reyna fyrir sér erlendis, en það hefur alltaf verið draumur hans," sagið Zahavi við bresku pressuna í dag. ,,Hann langar að vera áfram hjá United og hugmyndin er að skrifa undir nýjan þriggja ára samning, en hann mun aðeins gera það ef aðstæður eru réttar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×