Erlent

Líkið af Norrænum manni

Sænsku lögreglunni hefur enn ekki tekist að bera kennsl á lík af karlmanni sem fannst sundurhlutað í tvennu lagi í miðborg Stokkhólms um síðustu mánaðamót. Fingraför mannsins hafa verið borin saman við fingafarasöfn sænsku, dönsku, norsku og finnsku lögreglunnar án nokkurs árangurs. Engu að síður er sænska lögreglan sannfærð um að maðurinn sé af norrænum uppruna og byggir það á tannviðgerðum sem talsmenn lögreglunnar segja tvímælalaust gerðar af norrænum tannlækni. Talið er víst að upplýsingar um manninn séu því að finna á skrá einhvers tannlæknis í Skandinavíu og verður myndum af tönnum mannsins dreift meðal tannlækna á Norðurlöndum í þeirri von að hægt verði að bera kennsl á manninn. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna þessa óhugnanlega máls en sænska Aftonbladet sagði í gær að leit lögreglunnar beinist að konu og hefur það eftir heimildum innan lögreglunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×