Erlent

Dæmdur fyrir árásina í Atlanta ´96

Hægrisinnaður öfgamaður í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær fyrir dómi að hafa staðið fyrir sprengjuárás á Ólympíuleikunum í Atlanta árið 1996, auk þriggja annarra árása á árunum 1996-1998. Tveir létust í árásunum og meira en eitt hundrað manns særðust. Árásarmaðurinn, Eric Rudolph, sagði í gær að árásirnar hefðu verið gerðar í mótmælaskyni við lögleiðingu fóstureyðinga. Tvær sprengjuárásanna voru einmitt fyrir utan læknastofur þar sem fóstureyðingar eru framkvæmdar. Samkvæmt samkomulagi sem náðst hefur við ákærendur mun Rudolph sleppa við dauðarefsingu en verður þess í stað dæmdur í fjórfalt lífstíðarfangelsi, án möguleika á náðun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×