Erlent

Átta fótboltabullur handteknar

Átta stuðningsmenn ítalska liðsins Juventus voru handteknir í gær eftir að hafa ráðist með hafnaboltakylfu á stuðningsmann enska liðsins Liverpool. Þá reyndu stuðningsmenn ítalska liðsins einnig að ráðast að rútu sem í voru Englendingar á leið á leikinn. Fyrir leikinn skutu stuðningsmenn beggja liða flugeldum hvor að öðrum. Fjölmennu liði lögreglu tókst hins vegar að yfirbuga óeirðaseggina. Nákvæmlega tuttugu ár eru síðan þrjátíu og níu stuðningsmenn Juventus létust þegar til gríðarlegra óeirða kom á milli sömu liða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×