Sport

Gold segist muni halda Pandiani

David Gold, stjórnarformaður Birmingham, segist öruggur á því að liðið muni ná að semja um kaup á lánsframherja sínum, Walter Pandiani í sumar. Pandiani, eða "Riffillinn", eins og hann er kallaður af stuðningsmönnum liðsins, hefur verið á lánssamningi hjá félaginu í vetur, en er í eigu Deportivo La Corunia á Spáni. Pandiani hefur staðið sig vel síðan hann kom til Englands, þó smávægileg meiðsli hafi hrjáð hann undanfarið. Gold segir Birmingham hafa fullan hug á að semja um kaup á úrúgvæska leikmanninum í sumar og segist engar áhyggjur hafa af hugsanlegri samkeppni frá liðum eins og Newcastle og Middlesbrough. "Við höfum engar áhyggjur, þetta er ekki spurning um peninga. Við erum vissir um að leikmaðurinn vilji vera hér áfram," sagði Gold kokhraustur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×