Erlent

Vilja stöðva Hillary

"Að stöðva Hillary Rodham Clinton er það mikilvægasta sem þú og ég getum gert sem Repúblikanar á næstu tveimur árum," segir Stephen Minarik, formaður Repúblikanaflokksins í New York, í bréfi sem hann sendi í fjáröflunarskyni til félaga sinna í flokknum. Þar hvatti hann alla Repúblikana til þess að leggja sitt af mörkum í sjóð sem meiningin er að nota til þess að koma í veg fyrir endurkjör hennar til Öldungadeildar Bandaríkjanna árið 2006. "Það má segja að þetta sé skylda okkar sem Repúblikana," segir Minarik í bréfinu, sem er fjögurra blaðsíðna langt. Hillary Clinton segist vera "helsta skotmark árásarvélar hægrimanna" og hefur brugðist við með eigin fjáröflun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×