Erlent

Afpláni skemmri dóma heima hjá sér

Dómsmálaráðherra Danmerkur, Lene Espersen, ætlar að leggja fram tillögu á hausti komanda um að ungir menn sem lenda í slagsmálum og öðrum vandræðagangi í ölæði fái að afplána refsingu vegna afglapa sinna heima hjá sér í stað þess að þurfa að sitja í fangelsi. Munu þeir þurfa að ganga með rafrænan hlekk um ökklann sem fer í gang ef þeir fara lengra frá heimili sínu en nokkra tugi metra. Hugmyndir ráðherra gera ráð fyrir að fólk undir 25 ára aldri sem ekki er á sakaskrá geti afplánað stutta dóma með þessum hætti svo það raski ekki atvinnu- eða menntunarmöguleikum sínum, en hægt er að slökkva á tækinu á fyrir fram ákveðnum tímum sólarhrings, á meðan fólk sækir vinnu eða skóla. Ráðherrann segir að það sé hvorki fólkinu né samfélaginu til gagns að senda þetta fólk í fangelsi og rústa kannski með þeim hætti framtíðaráformum þess.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×