Erlent

Saka Sýrlendinga um tilræði

Stjórnarandstaðan í Líbanon sakar leyniþjónustu landsins, sem Sýrlendingar styðja, um bílsprengjutilræðið í hverfi kristinna í austurhluta Beirút í morgun. Ellefu særðust í sprengingunni en hún reif í sundur jörðina og rústaði neðstu hæðum blokkar þar sem svalir hrundu og gluggar splundruðust. Einn af helstu leiðtogum stjórnarandstöðunnar, Drúsaleiðtoginn Walid Jumblatt, varaði Sýrlendinga við afskiptum af öryggismálum í Líbanon og lofaði betra ástandi þegar Líbanar tækju við stjórn öryggisstofnana. Spenna hefur vaxið í Líbanon undanfarnar vikur þar sem stjórn og stjórnarandstaða takast á um veru sýrlensks hers og leyniþjónustumanna í Líbanon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×