Erlent

Gríðarlegt mannfall í Darfur

Að minnsta kosti 180 þúsund manns hafa látið lífið í Darfur-héraði í Súdan undanfarið eitt og hálft ár. Þetta segir Jan Egeland, yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóðanna. Þá eru ekki taldir þeir sem fallið hafa í valinn í átökum heldur er einungis um að ræða fórnarlömb sjúkdóma og vannæringar. Þetta eru nærri þrisvar sinnum fleiri en í síðasta mati frá Sameinuðu þjóðunum þar sem fram kom að um 70 þúsund manns hefðu týnt lífi í Darfur vegna hungursneyðar og sjúkdóma. Engin leið er að segja til um hve margir hafa týnt lífi í átökum í héraðinu en samkvæmt skýrslu Amnesty International frá síðasta mánuði eru það ekki færri en 50 þúsund manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×