Viðskipti innlent

Mjólkin á krónu og undir

Lágvöruverslanir á matvörumarkaði seldu mjólkurlítrann á eina krónu og undir í gær. Matvöruverslanir eiga í verstríði á höfuðborgarsvæðinu. Mátti helst greina harða samkeppni í verði mjólkurvara og gosdrykkja.

Sigurveig Fjeldsted var meðal viðskiptavina í Krónunni í Skeifunni. "Ég versla yfirleitt í Bónus en ákvað að skipta fyrst Krónan er búin að lækka verð," segir Sigurveig: "Ég finn mjög mikinn mun á verðinu. Nú er ég að fara halda saumaklúbb og í staðinn fyrir að greiða um 200 krónur fyrir gosflöskuna kaupi ég hana á fjórðungi þess verðs."

Verslanirnar Krónan, Kaskó og Bónus höfðu allar gripið til þess ráðs að takmarka fjölda þeirra vara sem viðskiptavinir máttu kaupa undir kostnaðarverði á verslunum. Verslunarstjóri Bónuss í Faxafeni, Ólafur Örn Arnarsson, sagði það gert þar sem verslunin væri fyrir fjölskyldufólk en ekki aðrar verslanir sem nýttu að öðrum kosti verslun þeirra sem heildverslun. Aðrar verslanir voru ekki heimsóttar í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×