Má vera í islömskum búningi 3. mars 2005 00:01 Áfrýjunardómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að skólayfirvöldum í Luton hafi verið óheimilt að banna unglingsstúlku að klæðast íslömskum búningi í skólanum. Dómurinn þykir mikill sigur fyrir múslima sem telja sig víða eiga undir högg að sækja eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst. Shabina Begum, sextán ára, hefur í tvö ár barist fyrir að mega klæðast svonefndum jilbab-búningi í skólanum en slíkur fatnaður hylur allan líkamann, að höndum og andliti undanskildum. Áttatíu prósent nemenda í Denbigh-skólanum í Luton eru múslimar. Auk hefðbundinna skólabúninga hefur stjórn skólans fram til þessa leyft stúlkum að klæðast shalwar kameez-búningi sem samanstendur af buxum og hnésíðri skyrtu. Árið 2002 ákvað Begum að slíkur fatnaður samræmdist ekki trú sinni og því ákvað hún að taka upp jilbab-búninginn. Skólastjórinn bar því hins vegar við að með því væri gert lítið úr þeim sem notuðu shalwar kameez-klæðin og því væri ekki hægt að leyfa henni þetta. Hún fór í annan skóla þar sem aðrar reglur giltu en höfðaði jafnframt mál gegn sínum gamla skóla. Hæstiréttur úrskurðaði skólanum í vil í fyrra þar sem Begam gat ekki sýnt fram á að brotið hefði verið á rétti hennar til náms en nú hefur áfrýjunardómstóll komist að annarri niðurstöðu. Í viðtali við Guardian sagðist Begam fagna niðurstöðunni mjög. "Dómurinn er sigur fyrir alla múslima sem vilja varðveita sérkenni sín þrátt fyrir fordóma og hræsni samfélagsins." Hún bætti því við að ákvörðun skólans endurspeglaði það andrúmsloft sem ríkir nú á Vesturlöndum eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst eftir árásirnar 11. september 2001. Í fyrra bönnuðu frönsk yfirvöld öll trúarleg tákn í skólum og vakti bannið mikla reiði múslima. Nú virðast Bretar hafa farið aðra leið því dómurinn hefur þau áhrif að skólar um gervallt Bretland verða að breyta reglum sínum í þessum efnum. Erlent Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Sjá meira
Áfrýjunardómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að skólayfirvöldum í Luton hafi verið óheimilt að banna unglingsstúlku að klæðast íslömskum búningi í skólanum. Dómurinn þykir mikill sigur fyrir múslima sem telja sig víða eiga undir högg að sækja eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst. Shabina Begum, sextán ára, hefur í tvö ár barist fyrir að mega klæðast svonefndum jilbab-búningi í skólanum en slíkur fatnaður hylur allan líkamann, að höndum og andliti undanskildum. Áttatíu prósent nemenda í Denbigh-skólanum í Luton eru múslimar. Auk hefðbundinna skólabúninga hefur stjórn skólans fram til þessa leyft stúlkum að klæðast shalwar kameez-búningi sem samanstendur af buxum og hnésíðri skyrtu. Árið 2002 ákvað Begum að slíkur fatnaður samræmdist ekki trú sinni og því ákvað hún að taka upp jilbab-búninginn. Skólastjórinn bar því hins vegar við að með því væri gert lítið úr þeim sem notuðu shalwar kameez-klæðin og því væri ekki hægt að leyfa henni þetta. Hún fór í annan skóla þar sem aðrar reglur giltu en höfðaði jafnframt mál gegn sínum gamla skóla. Hæstiréttur úrskurðaði skólanum í vil í fyrra þar sem Begam gat ekki sýnt fram á að brotið hefði verið á rétti hennar til náms en nú hefur áfrýjunardómstóll komist að annarri niðurstöðu. Í viðtali við Guardian sagðist Begam fagna niðurstöðunni mjög. "Dómurinn er sigur fyrir alla múslima sem vilja varðveita sérkenni sín þrátt fyrir fordóma og hræsni samfélagsins." Hún bætti því við að ákvörðun skólans endurspeglaði það andrúmsloft sem ríkir nú á Vesturlöndum eftir að stríðið gegn hryðjuverkum hófst eftir árásirnar 11. september 2001. Í fyrra bönnuðu frönsk yfirvöld öll trúarleg tákn í skólum og vakti bannið mikla reiði múslima. Nú virðast Bretar hafa farið aðra leið því dómurinn hefur þau áhrif að skólar um gervallt Bretland verða að breyta reglum sínum í þessum efnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Sjá meira