Innlent

Mjöll Frigg uppfyllir skilyrði

Klórverksmiðja Mjallar Friggjar á Akureyri uppfyllir í grunnatriðum kröfur og skilyrði sem sett eru, segir Alfreð Schiöth, sviðstjóri mengunarvarnasviðs Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Verksmiðjan hefur verið flutt frá Kópavogi, þar sem ekki fékkst starfsleyfi, til Akureyrar. "Verksmiðjan er gagngert byggð fyrir efnagerð. Eldhólfun er til staðar í húsinu og meginkröfur Vinnueftirlitsins hafa verið uppfylltar. Síðan eru viðræður milli fyrirtækisins og slökkviliðisins um að fínpússa viðbragðsáætlanir og verklagsreglur," segir Alfreð. Alfreð segir klórframleiðsluna koma snöggt upp á en slík framleiðsla hafi ekki verið í húsinu síðan 1994: "Lögregla og slökkvilið þurfa að setja sig inn í nýjar aðstæður fljótt og vel. Það er kannski meira en að segja það, en menn hafa verið duglegir og að mínu mati hefur það gengið vel." Alfreð segir Heilbrigðiseftirlitið hafa óskað eftir að bíll fylgi flutningi klórgassins norður landleiðina til öryggis. Því hafi verið fylg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×