Ungmennaaftökum hætt 2. mars 2005 00:01 Mannréttindasamtök fögnuðu í gær eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á þriðjudag að banna bæri dauðarefsingar á ungmennum sem fremja alvarlega glæpi innan átján ára aldurs. Rétturinn var klofinn í málinu, fimm dómarar gegn fjórum, en niðurstaða meirihlutans var að dauðarefsingar ungmenna stríddu gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við "harkalegum og óvenjulegum refsingum". Með úrskurðinum er bundinn endi á dómaframkvæmd í Bandaríkjunum sem lengi hefur sætt harðri alþjóðlegri gagnrýni. "Nú geta Bandaríkin með stolti afmáð nafn sitt af hinum neyðarlega lista yfir mannréttindabrjóta - þar á meðal eru ríki eins og Kína, Íran og Pakistan - sem enn framfylgja dauðadómum yfir afbrotaungmennum," hefur fréttavefur BBC eftir William Schultz, framkvæmdastjóra Bandaríkjadeildar Amnesty International. Úrskurðurinn féll með atkvæðum fimm dómara gegn fjórum og sneri við fyrri úrskurði frá árinu 1989. Með úrskurðinum eru ógiltir dauðadómar 72 morðingja, en þeir eiga allir sameiginlegt að hafa drýgt glæpi sína á unglingsaldri. Eftirleiðis verður saksóknurum um öll Bandaríkin óheimilt að fara fram á dauðadóm yfir ungmennum. Nítján af 50 ríkjum Bandaríkjanna voru enn með lög í gildi sem heimiluðu dauðadóma yfir fólki sem varð mannsbani innan við átján ára að aldri. Anthony Kennedy dómari, sem skrifar undir meirihlutaálit Hæstaréttar, segir að ungmenni skorti þroska til að skilja til fullnustu alvöru gerða sinna. Seth Waxman, verjandi Christophers Simmons, sem var dæmdur fyrir að verða nágrannakonu sinni að bana þegar hann var 17 ára, sagði dauðarefsingu ekki hafa neina fælandi verkun á ungmenni, þar sem þau mætu áhættu með öðrum hætti en fullþroska einstaklingar. Árið 1988 hafði rétturinn úrskurðað að dauðarefsingar skyldu ekki heimilar yfir fólki sem drýgði glæpi sína 15 ára eða yngra. Erlent Fréttir Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Mannréttindasamtök fögnuðu í gær eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á þriðjudag að banna bæri dauðarefsingar á ungmennum sem fremja alvarlega glæpi innan átján ára aldurs. Rétturinn var klofinn í málinu, fimm dómarar gegn fjórum, en niðurstaða meirihlutans var að dauðarefsingar ungmenna stríddu gegn ákvæði stjórnarskrárinnar um bann við "harkalegum og óvenjulegum refsingum". Með úrskurðinum er bundinn endi á dómaframkvæmd í Bandaríkjunum sem lengi hefur sætt harðri alþjóðlegri gagnrýni. "Nú geta Bandaríkin með stolti afmáð nafn sitt af hinum neyðarlega lista yfir mannréttindabrjóta - þar á meðal eru ríki eins og Kína, Íran og Pakistan - sem enn framfylgja dauðadómum yfir afbrotaungmennum," hefur fréttavefur BBC eftir William Schultz, framkvæmdastjóra Bandaríkjadeildar Amnesty International. Úrskurðurinn féll með atkvæðum fimm dómara gegn fjórum og sneri við fyrri úrskurði frá árinu 1989. Með úrskurðinum eru ógiltir dauðadómar 72 morðingja, en þeir eiga allir sameiginlegt að hafa drýgt glæpi sína á unglingsaldri. Eftirleiðis verður saksóknurum um öll Bandaríkin óheimilt að fara fram á dauðadóm yfir ungmennum. Nítján af 50 ríkjum Bandaríkjanna voru enn með lög í gildi sem heimiluðu dauðadóma yfir fólki sem varð mannsbani innan við átján ára að aldri. Anthony Kennedy dómari, sem skrifar undir meirihlutaálit Hæstaréttar, segir að ungmenni skorti þroska til að skilja til fullnustu alvöru gerða sinna. Seth Waxman, verjandi Christophers Simmons, sem var dæmdur fyrir að verða nágrannakonu sinni að bana þegar hann var 17 ára, sagði dauðarefsingu ekki hafa neina fælandi verkun á ungmenni, þar sem þau mætu áhættu með öðrum hætti en fullþroska einstaklingar. Árið 1988 hafði rétturinn úrskurðað að dauðarefsingar skyldu ekki heimilar yfir fólki sem drýgði glæpi sína 15 ára eða yngra.
Erlent Fréttir Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira