Innlent

Sjávarútvegsháskóla komið á fót

Nýr norrænn sjávarútvegsháskóli var stofnaður með viðhöfn í Kaupmannahöfn í gær. Öll norrænu ríkin fulltrúa í stjórn skólans en formaður stjórnar er dr. Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar HÍ. Skólinn verður hins vegar ekki á einum stað heldur geta þeir sem vilja skipuleggja og halda námskeið sótt um styrki til að greiða kostnað við framkvæmd ásamt ferðakostnaði og uppihaldi nemenda. Höfuðviðfangsefni háskólans verður að stuðla að auknu framboði námskeiða á ýmsum sviðum sjávarútvegs fyrir unga vísindamenn í doktors- eða meistaranámi. Skólinn verður fjármagnaður af Norrænu ráðherranefndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×