Erlent

Fjarlægðu aukahöfuð af stúlku

Egypskum læknum tókst í dag að fjarlægja aukahöfuð af 10 mánaða gamalli stúlku en hún kom í heiminn með mjög sjaldgæfan fæðingargalla. Gallanum svipar til þess að síamstvíburar væru fastir saman á hausnum en í þessu tilviki er annar tvíburinn aðeins hausinn og gat hann brosað og deplað augum. Hann gat hins vegar ekki lifað sjálfstæðu lífi og því var ákveðið að fjarlægja hann. Að sögn lækna á sjúkrahúsinu í Benha, nærri höfðuborginni Kaíró, heppnaðist aðgerðin vel en stúlkan er enn í lífshættu en þó á batavegi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×