Erlent

Fundu 4 tonn af maríjúana

Mexíkóska lögreglan hefur lagt hald á fjögur tonn af maríjúana sem fundust í húsi við borgina Juarez. Borgin er við bandarísku landamærin og er talið að smygla hafi átt efninu til Bandaríkjanna. Maríjúanað, sem var vel falið í húsinu, fannst eftir víðtæka leit lögreglunnar. Falskur veggur var í húsinu og bak við hann var stigi niður í kjallara þar sem efnið var geymt. Lögreglan komst á snoðir um málið eftir ábendingu frá manni sem sagði glæpamennina, sem áttu efnin, hafa myrt móður sína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×