Erlent

Ósakhæf vegna geðveilu

Dómarar í Texas hafa úrskurðað 36 ára gamla móður, sem var ákærð fyrir að hafa höggvið hendurnar af tíu mánaða barni sínu, ósakhæfa vegna geðhvarfasýki. Bæði ákæruvaldið og verjendur konurnnar mæltu með því að hún yrði úrskurðuð ósakhæf svo hún mætti fá viðeigandi meðferð á geðsjúkrahúsi. Konan var flutt í spennitreyju í réttarsalinn en óttast var að hún kynni að reyna að fyrirfara sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×