Erlent

Setja á fót norræna sjónvarpsstöð

Íslenskir kvikmyndaframleiðendur eru í hópi þeirra sem standa að stofnun sjónvarpsstöðvarinnar Skandinavíu sem á að sjónvarpa norrænu sjónvarpsefni og kvikmyndum. Að sögn danska blaðsins Politiken standa alls 52 aðilar á Norðurlöndum að stöðinni og verður útsendingartími hennar frá klukkan þrjú á daginn til klukkan eitt eftir miðnætti. Niels Aalberg Jensen, talsmaður stöðvarinnar, segir að aðeins verði sent út gæðaefni,  ýmist um kapalkerfi eða gervihnött. Ekki er greint frá því hvernig efni stöðvarinnar verður dreift á Íslandi eða hvaða Íslendingar standa að stofnun hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×