Sport

Williams í vandræðum í París

 Tennisstjarnan Serena Williams komst í hann krappan í París á dögunum þar sem hún var stödd á innanhúsmóti í tennis. Williams, sem var umkringd gæslu í búningsklefa sínum, fékk mann í fangið sem heimtaði koss frá henni. Brást hún ókvæða við og fékk gæsluna til að henda manninum út. Ekki er vitað hvernig manninum tókst að komast framhjá gæslunni á svæðinu sem var að sögn talsmanns mótsins, mjög vel skipulögð. Williams tilkynnti stuttu seinna að hún gæti ekki leikið á mótinu vegna veikinda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×