Sport

Sollied ekki til Brügge

Norski knattspyrnuþjálfarinn Trond Sollied, sem stjórnar belgíska liðinu Club Brügge, mun ekki taka við við gríska stórliðinu Panathinaikos en samningaviðræður hafa staðið á milli Sollied og gríska liðsins að undanförnu. Það var víst klásúla í samningnum sem stóð eitthvað í Norðmanninum en hún hljóðaði upp á að ef Panathinaikos væri ekki í öðru sæti grísku deildarinnar eða ofar þá yrði þjálfarinn rekinn. Sollied samþykkti ekki þessi skilyrði og hefur ekki heyrt neitt í forráðamönnum Panathinaikos síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×