Sport

Kournikova fær gest

Útigangsmaður í Miami Beach var handtekinn nálægt heimili tennisstjörnunnar Önnu Kournikovu í síðustu viku. Maðurinn, sem heitir William Lepeska, fannst svamlandi í sundlaug nágranna Kournikovu. Að sögn lögreglunnar í Miami Beach öskraði Lepeska: "Anna! Bjargaðu mér!" þegar lögregluþjónar reyndu að klófesta hann. Samkvæmt talsmanni tennisdrottningarinnar var Kournikova lítt hrifin af uppátæki mannsins og er sögð vera mjög áhyggjufull yfir athæfinu. Maðurinn telur Kournikovu hafa sýnt sér áhuga og var sannfærður um að hún væri ástfangin af sér. Hann á að mæta fyrir rétti á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×