Sport

Finnar unnu á Kýpur

Finnar stóðu í dag uppi sem sigurvegarar á alþjóðlegu knattspyrnumóti sem fram fór á Kýpur eftir að hafa borið sigurorð af heimamönnum í úrslitaleiknum, 2-1. Sigur Finna var dramatískur  því framherjinn Paulus Roiha skoraði 2 mörk á 4 mínútum í síðari hálfleik og tryggði Finnum sigur. Áður hafði Chrysis Michael komið Kýpur yfir á 24. mínútu. Lettland vann Austurríki í vítaspyrnukeppni í leiknum um þriðja sæti, 5-3, eftir jafntefli í venjulegum leiktíma, 1-1. Yuksel Sariyar kom Austurríki yfir á 41. mínútu en Aleksejs Visnakovs jafnaði á 70. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×