Sport

Hakan Yakin í fangelsi?

Framherjinn Hakan Yakin, ein skærasta íþróttastjarna Svisslendinga, gæti átt yfir höfði sér fangelsisvist en kappinn var tekinn fyrir ofsaakstur á Porsche bifreið sinni í Baden í Norður-Sviss í gær. Svissnesk löggjöf tekur mjög hart á brotum sem þessum en Yakin, sem leikur með Galatasaray í Tyrklandi, á einnig yfir höfði sér háa sekt, þar sem dómurum í Sviss er leyfilegt að taka efnahag afbrotamanna til greina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×