Sport

Sharapova hætti við keppni

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova, núverandi Wimbledon-meistari, dró sig í dag úr keppni á Open Gaz-mótinu sem fram fer í París. Sharapova hætti við leik sökum veikinda en sæti hennar í keppninni tekur hin króatíska Sandra Mamic. Sharapova, sem vann síðast Pan Pacific-mótið í Japan á sunnudag, sagðist ekki getað leikið af fullri getu og því vildi hún ekki vera með.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×