Erlent

Vill banna þjófavarnasírenur

Breskur þingmaður hefur lagt fram lagafrumvarp sem setur takmörk fyrir því hversu hátt og hversu lengi megi heyrast í þjófavarnakerfum bíla. "Þjófavarnakerfi bíla eru orðin að plágu," hefur Sky-fréttastofan eftir Norman Baker, þingmanni Frjálslyndra demókrata, sem lagði frumvarpið fram. Hann segir þjófavarnasírenur úreltar og vill að í staðinn komi ný tækni sem geri kleift að leita bílana uppi eða komi í veg fyrir að þeim sé ekið á brott. Samkvæmt frumvarpinu má ekki heyrast í þjófavarnakerfum lengur en 90 sekúndur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×