Kaupsýslumenn eða knattspyrnumenn? 8. febrúar 2005 00:01 Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Síðasta ár var einkennilegt hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Sambandið hefur aldrei skilað meiri hagnaði heldur en í fyrra en á sama tíma var árangur íslensku landsliðanna, og þá sérstaklega A-landsliðs karla, afar dapur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, var afskaplega ánægður með afkomu sambandsins enda skilaði hann 46 milljón króna hagnaði. Knattspyrnusamband Íslands veltir rúmum 450 milljónum á ári, er orðið þokkalegasta fyrirtæki og því er þörf á að menn með viðskiptavit komi nálægt rekstrinum. Á sama tíma er þetta jú knattspyrnusamband og það hlýtur að skipta einhverju máli hvernig gengur á vellinum. Eggert Magnússon er með bakgrunn úr viðskiptalífinu og það eru flestir sammála um að hann hafi fært rekstur knattspyrnusambandsins til nútímans. Hann er grjótharður samningamaður og hefur á þann hátt náð að verðleggja sjónvarpsrétt fyrir íslenska knattspyrnu hærra en menn hefðu trúað. Hann hefur verið duglegur við að búa til pening í gegnum landsleiki. Skemmst er minnast síðasta árs þar sem hann kom íslenska landsliðinu, upp á eigin spýtur, á mót í Englandi sem skilaði sambandinu á annan tug milljóna í tekjur. Hann var einnig driffjöðrin á bak við Ítalaleikinn fræga þar sem rúmlega tuttugu þúsund manns komu á völlinn en sá leikur skilaði sambandinu um fjörutíu milljónum í hagnað. Hann hefur einnig staðið fyrir kaupum KSÍ á bréfum í KB Banka, bréfum sem hafa vaxið og dafnað. Hann ætlar að byggja stærri stúku á Laugardalsvelli til að fá meiri pening í kassann, bæði vegna aukinnar aðsóknar og meiri veitingasölu. Á þessu má sjá að Eggert Magnússon er fyrirtaks kaupsýslumaður og hefur sem slíkur gert frábæra hluti fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Stjórnunin á knattspyrnulegu hliðinni er hins vegar eitthvað allt annað. Þar hefur Eggert ekki verið mjög farsæll undanfarið. Hann hefur verið of seinn að grípa í taumana þegar árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hefur farið að hraka. Það á við í tilfelli Atla Eðvaldssonar sem sagði sjálfur upp löngu eftir að allt var komið í þrot og síðan hefur hann hangið lengur en tárum tekur að telja á þeim Ásgeiri Sigurvinssyni og Loga Ólafssyni, núverandi þjálfurum liðsins, sem virðast vera að keyra landsliðið niður í kjallara heimsknattspyrnunnar. Hann rak hins vegar þjálfara kvennalandsliðsins vegna lélegs árangurs sem var þó mun betri en karlalandsliðið hefur sýnt. Eggert hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut til að gera efstu deild kvenna meira spennandi, jafnvel þótt það hafi verið vitað í mörg ár að munurinn á milli bestu liðanna og hinna er of mikill. Hann hefur ekki viljað hlusta á fjölgun liða í efstu deild, leikmönnum, þjálfurum og knattspyrnuáhugamönnum til mikillar gremju. Allt þetta skiptir kannski ekki máli á meðan peningarnir koma í kassann. Á meðan kaupsýslumennirnir eru við stjórn er lítil ástæða til þess að ætla að þetta breytist eitthvað. Aðaláherslan verður lögð á að græða pening, það er bara bónus ef einhver árangur næst. Við ættum kannski bara að þakka fyrir það að við eigum menn eins og Eggert sem búa til gull úr því grjóti sem íslensk knattspyrna er? Óskar Hrafn Þorvaldsson -oskar@frettabladid.is
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun