Sport

Sharapova vann Pan Pacific Open

Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova, sem er í öðru sæti heimslistans, gerði sér lítið fyrir og vann Lindsay Davenport í úrslitaleik Pan Pacific Open í Tókíó í gær. Sharapova vann 6-1, 3-6, og 7-6 og varð Davenport, sem situr í efsta sæti heimslistans, að játa sig sigraða. "Lindsay lék frábærlega og úrslitin réðust í bráðabana. Það segir meira en mörg orð hversu erfið þessi viðureign var," sagði Sharapova. Lindsay Davenport var svekkt með ósikurinn en vottaði Sharapovu virðingu sína. "Maria er frábær tennisspilari. Ég er viss um að hún muni láta meira af sér kveða á næstu árum," sagði Davenport.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×