Sport

Patriots vann Superbowl

New England Patriots vann þriðju Ofurskálina á síðustu fjórum árum þegar liðið lagði Philadelphia Eagles í úrslitum NFL-deildarinnar í nótt. Lokatölur urðu 24-21. Deion Branch, leikmaður Patriots, var valinn besti leikmaður leiksins en hann átti stóran þátt í sigri liðsins og rötuðu 11 sendingar í fangið á honum. Eagles var með boltann á lokamínútu leiksins en Rodney Harrison stal boltanum þegar 9 sekúndur voru til leiksloka og gulltryggði sigur Patriots. "Okkur gekk vel að aðlagast leiknum. Það var hart barist í kvöld, margir bláir og marðir eftir átökin," sagði Deion Branch eftir leikinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×