Sport

Jón Arnar hætti keppni

Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi hætti keppni á árlegu móti Erki Nool í sjöþraut í Tallinn í Eistlandi um helgina. Jóni gekk brösulega á fyrsta degi keppninar á laugardag og var í þrettánda sæti eftir fyrri daginn. Hann mætti svo ekki til keppni í grindahlaupi síðari daginn og hætti keppni. Jón hefur oft áður tekið þátt í mótinu og yfirleitt náð prýðilegum árangri, meðal annars hafnað tvívegis í öðru sæti. Mót þetta dregur jafnan að marga af bestu tugþrautarköppum heims.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×