Sport

Jón Arnar hættir keppni í Tallinn

Jón Arnar Magnússon fjölþrautarkappi hefur hætt keppni á boðsmóti Erkis Nools í sjöþraut í Tallinn í Eistlandi vegna meiðsla. Jón Arnar var þrettándi eftir fyrri keppnisdag, en hann hljóp 60 metra í gær á 7,32 sekúndum, stökk 6,87 metra í langstökki, varpaði kúlu 15,32 metra og stökk 1,92 metra í hástökki. Hann var með 3.097 stig eftir 4 greinar. Hann keppti hins vegar ekki í 60 metra grindahlaupi í morgun vegna meiðsla og er því úr leik. Hvít-Rússinn Andrei Krauchanka er efstur og gestgjafinn Erki Nool annar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×