Erlent

Vill meira lýðræði í Rússlandi

Conoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag til meira lýðræðis í Rússlandi á blaðamannafundi í Varsjá í Póllandi. Rice er nú á ferðalagi um Evrópu og mun í dag hitta rússneskan starfsbróður sinn, Sergei Lavrov, í Ankara í Tyrklandi. Á blaðamannafundinum í Varsjá sagði Rice að mikilvægt væri fyrir Rússa efla vægi laga og óháðra dómstóla ásamt því að leyfa frjálsum og óháðum fjölmiðlum að starfa í landinu. Með þessu myndi Rússland styrkja tengsl sín við Vesturlönd. Blikur hafa verið á lofti í Rússlandi að undanförnu og í desember samþykkti rússneska þingið áætlun sem kveður á um að horfið verði frá héraðsstjórakosningum í landinu og forseta landsins falið að skipa þá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×