Sport

Miller tók gullið

Bandaríski skíðakappinn Bode Miller vann í dag gull á heimsmeistaramótinu í bruni sem fór fram í Bormio á Ítalíu. Miller var fyrstur í rásröðinni í dag og náði frábærri ferð, en enginn annar keppandi var minna en sekúndu á eftir Miller fyrr en landi hans, Daron Rahlves renndi sér niður, en Rahlves var 18. í rásröðinni. Miller var á tímanum 1:56.22, Rahlves á 1:56.66 og í þriðja sæti varð fyrrum heimsmeistarinn Michael Walchhofer frá Austurríki á 1:57.09.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×