Erlent

Bauðst tvisvar til að segja af sér

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, bauðst tvisvar sinnum til þess að segja starfi sínu lausu í kjölfar hneykslisins í Abu Ghraib fangelsinu. Þetta sagði Rumsfeld í viðtali við Larry King á sjónvarpsstöðinni CNN í gærkvöldi. Hann segir að sér hafi þótt eðlilegt að forsetinn skæri úr um það hvort sér væri stætt á að halda áfram sem ráðherra og því hafi hann í tvígang afhent George Bush uppsagnarbréf. Bush hafi hins vegar viljað að Rumsfeld gegndi starfinu áfram og hann hafi sjálfur verið þeirrar skoðunar að sér væri stætt á því. Við annað tilefni í gær sagðist Rumsfeld hugsanlega ætla að vera fjarverandi á öryggisfundi í Þýskalandi, sem til stóð að hann yrði viðstaddur í næstu viku. Rumsfeld á yfir höfði sér málsókn í Þýskalandi vegna stríðsglæpa og neitaði hann því ekki að það hefði sitt að segja um þá ákvörðun sína að mæta ekki á fundinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×