Erlent

Brúðkaup vinsæl á flugvellinum

Brúðhjón voru gefin saman á Arlanda-alþjóðaflugvellinum við Stokkhólm nær hvern dag síðasta árs að meðaltali. Alls voru 348 brúðhjón gefin saman og er það þrjátíu prósentum meira en árið áður, þegar 261 par gekk í hnapphelduna á flugvellinum. "Oftast er um að ræða pör sem velja að láta gefa sig saman á flugvellinum við upphaf brúðkaupsferðarinnar," sagði Niclas Härenstan, talsmaður flugvallarins, og bætti við: "Brúðhjónin fá sömu þjónustu og konungsfjölskyldan á ferðalögum sínum".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×