Erlent

Spilling í áfengiseinkasölu

Norska áfengiseinkasalan hefur ráðið utanaðkomandi lögfræðing til að rannsaka hvort starfsmenn stofnunarinnar hafi þegið mútur af áfengisheildsölum. Fjórtán manns sæta rannsókn á því hvort þeir hafi þegið óeðlilegar gjafir. Margir þeirra sem sæta rannsókn eru verslunarstjórar sem eru grunaðir um að taka við gjöfum eða sitja veislur í boði Ekjord, stærsta áfengisinnflytjanda Noregs. Komast á að því hvort það hafi ráðið einhverju um innkaup þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×