Sport

Sharapova áfram á Opna ástralska

Fátt var um óvænt úrslit í morgun á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Rússneska stúlkan Maria Sharapova vann Li Na frá Kína í tveimur settum og það sama gerði Serena Williams gegn Saniu Mirza frá Indlandi. Franska stúlkan Amalie Mauresmo vann Önu Ivanovic frá Serbíu 2-0 og Svetlana Kuznetsova frá Rússlandi sigraði Mariönu Diaz Olivu frá Argentínu einnig í tveimur settum. Í karlaflokki sló Svisslendingurinn Roger Federer Finnan Jarkko Nieminen út úr keppni. Þá sigraði Svínn Thomas Johansson Kevin Kim frá Bandaríkjunum í hörkuleik. Bandaríkjamaðurinn komst í 2-1 en Johansson vann tvö síðustu settin. Rússin Marat Safin er komin áfram líkt og Slóvakinn Dominik Hrabaty sem sigraði Gaston Gaudio frá Argentínu í fimm setta leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×