Peningar og rannsóknir 20. janúar 2005 00:01 Um fimmtíu manns voru saman komnir í stofu 101 í Odda, einni af byggingum Háskóla Íslands, til að hlýða á mál frambjóðendanna og spyrja þá út úr. Fjórir prófessorar eru í framboði; þau Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild, Jón Torfi Jónasson, prófessor við félagsvísindadeild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild. Vel fór á með frambjóðendunum þegar þeir stungu saman nefjum við upphaf fundar, þeir brostu og jafnvel hlógu. Fundurinn í gær var sá fyrsti sem efnt er til með frambjóðendum og markar upphaf kosningabaráttunnar. Framboðsfrestur rann út í gær en kosið verður þriðjudaginn 15. mars. Eftir nokkru er að slægjast meðal stúdenta því atkvæði þeirra vega 30 prósent á móti 60 prósentum kennara, sérfræðinga og háskólamenntaðra starfsmanna og tíu prósentum annarra starfsmanna skólans. Áhugi stúdenta á kosningunum virðist þó takmarkaður, í það minnsta ef miðað er við aðsóknina á fundinn í gær. 24 stundir Ágúst Einarsson mælti fyrstur frambjóðenda og lagði mikla áherslu á samráð við nemendur um málefni skólans. Hann nefndi nokkur mál sem hann hyggst beita sér fyrir og snerta stúdenta með beinum hætti, til dæmis vill hann bjóða upp á lesaðstöðu allan sólarhringinn, kennslu á að vera lokið ekki seinna en klukkan 5 á daginn og tæknivæða á allar skólastofur. Ágúst vill auka sjálfstæði deilda, hann leggur áherslu á jafnrétti og segir nauðsynlegt að fjölga konum í ráðandi stöðum í stjórnsýslu skólans auk þess sem bæta þurfi fjármálastjórn hans. Hann leggur ríka áherslu á að fjárframlög til skólans verði hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Ágúst lauk máli sínu á að segja Háskóla Íslands þurfa öflugan forystumann og að sjálfur gæti hann veitt þá forystu. Vísindagarðarnir Einar Stefánsson steig næstur í pontu og byrjaði á að kynna sjálfan sig. Benti hann fundarmönnum á að hann hefði meðal annars unnið við virtan háskóla í Bandaríkjunum og taldi mikilvægt að slík reynsla væri metin að verðleikum. Þá sagðist hann vera einn af virkustu vísindamönnum Háskóla Íslands. Einar horfir björtum augum til fyrirhugaðrar byggingar nýs hátæknisjúkrahúss og telur allar deildir Háskólans munu njóta góðs af. Þá vill hann sjá vísindagarða rísa sem fyrst í Vatnsmýrinni. Hann telur mikilvægt að samfélagið sameinist um að veita góða menntun sem kostuð verði af sköttum. Hann lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Þá vill Einar að sem flestum verði gert kleift að stunda nám við HÍ. Margt gott Jón Torfi Jónasson notaði ekki glærur með sinni framsögu, ólíkt hinum þremur. Hann hóf mál sitt á að segja að staða Háskóla Íslands væri um margt mjög góð og að skólinn nyti trausts í samfélaginu. Jón Torfi minnti á að Háskólinn ætti ekki bara í samkeppni nú þó fleiri háskólar væru teknir til starfa, hann hefði lengi átt í samkeppni við skóla í útlöndum og einnig ríkti samkeppni á milli deilda innan HÍ. Hann lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Jón Torfi vill að fram fari vitræn og víðtæk umræða um Háskólann í öllu samfélaginu og telur að þannig og aðeins þannig fái hann meiri peninga til starfseminnar. Þá telur hann að bæta þurfi vinnuaðstöðu að Þjóðarbókhlaðan eigi að vera opin sem lengst. Hættum í vörn Kristín Ingólfsdóttir mælti síðust og byrjaði á að ræða um stöðu Háskóla Íslands í gjörbreyttu umhverfi vegna stofnunar nýrra háskóla. Hún sagði HÍ yfirleitt vera í varnarbaráttu og af þeirri braut þyrfti að snúa. Þá telur hún mikilvægt að marka Háskólanum innri stefnumörkun um leið og stefna skólans út á við sé mótuð með stjórnvöldum. Hún sagði mikilvægt að framfylgja jafnréttisáætlun skólans sem og að endurskoða stjórnskipulag hans. Hún lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Þá vill hún hraða byggingu vísindagarða í Vatnsmýrinni. Kristín sagði mikilvægt að efla framhaldsnám við Háskólann en um leið vill hún hlúa vel að grunnnáminu og passa að það gleymist ekki. Shakespeare rýfur fund Að framsögunum loknum var opnað fyrir spurningar utan úr sal. Einum fundarmanna lék forvitni á að vita hvernig mögulegt væri að auka fjárframlög til Háskólans og svöruðu frambjóðendurnir því allir til að ríkið yrði að axla sína ábyrgð í þeim efnum. Ágúst nefndi þó að sveitarfélög og fyrirtækin í landinu ættu einnig að koma að málum og Einar sagði þjóðfélagið allt þurfa að sameinast um verkefnið. Benti hann á að milljörðum væri varið í kosningabaráttu Íslands til að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Jón Torfi sagði umræðu á breiðum grundvelli um hlutverk Háskólans nauðsynlega til að opna augu stjórnvalda og Kristín sagði menn hafa verið of hógværa í sókninni í meiri peninga. Þegar frambjóðendur voru í þann mund að byrja að svara vangaveltum eins fundargesta um hvort Háskóli Íslands væri í raun sá þjóðarskóli sem honum ber að vera var fundi slitið því kennsla í Shakespeare var að hefjast í sal 101. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Um fimmtíu manns voru saman komnir í stofu 101 í Odda, einni af byggingum Háskóla Íslands, til að hlýða á mál frambjóðendanna og spyrja þá út úr. Fjórir prófessorar eru í framboði; þau Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild, Einar Stefánsson, prófessor við læknadeild, Jón Torfi Jónasson, prófessor við félagsvísindadeild, og Kristín Ingólfsdóttir, prófessor við lyfjafræðideild. Vel fór á með frambjóðendunum þegar þeir stungu saman nefjum við upphaf fundar, þeir brostu og jafnvel hlógu. Fundurinn í gær var sá fyrsti sem efnt er til með frambjóðendum og markar upphaf kosningabaráttunnar. Framboðsfrestur rann út í gær en kosið verður þriðjudaginn 15. mars. Eftir nokkru er að slægjast meðal stúdenta því atkvæði þeirra vega 30 prósent á móti 60 prósentum kennara, sérfræðinga og háskólamenntaðra starfsmanna og tíu prósentum annarra starfsmanna skólans. Áhugi stúdenta á kosningunum virðist þó takmarkaður, í það minnsta ef miðað er við aðsóknina á fundinn í gær. 24 stundir Ágúst Einarsson mælti fyrstur frambjóðenda og lagði mikla áherslu á samráð við nemendur um málefni skólans. Hann nefndi nokkur mál sem hann hyggst beita sér fyrir og snerta stúdenta með beinum hætti, til dæmis vill hann bjóða upp á lesaðstöðu allan sólarhringinn, kennslu á að vera lokið ekki seinna en klukkan 5 á daginn og tæknivæða á allar skólastofur. Ágúst vill auka sjálfstæði deilda, hann leggur áherslu á jafnrétti og segir nauðsynlegt að fjölga konum í ráðandi stöðum í stjórnsýslu skólans auk þess sem bæta þurfi fjármálastjórn hans. Hann leggur ríka áherslu á að fjárframlög til skólans verði hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Ágúst lauk máli sínu á að segja Háskóla Íslands þurfa öflugan forystumann og að sjálfur gæti hann veitt þá forystu. Vísindagarðarnir Einar Stefánsson steig næstur í pontu og byrjaði á að kynna sjálfan sig. Benti hann fundarmönnum á að hann hefði meðal annars unnið við virtan háskóla í Bandaríkjunum og taldi mikilvægt að slík reynsla væri metin að verðleikum. Þá sagðist hann vera einn af virkustu vísindamönnum Háskóla Íslands. Einar horfir björtum augum til fyrirhugaðrar byggingar nýs hátæknisjúkrahúss og telur allar deildir Háskólans munu njóta góðs af. Þá vill hann sjá vísindagarða rísa sem fyrst í Vatnsmýrinni. Hann telur mikilvægt að samfélagið sameinist um að veita góða menntun sem kostuð verði af sköttum. Hann lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Þá vill Einar að sem flestum verði gert kleift að stunda nám við HÍ. Margt gott Jón Torfi Jónasson notaði ekki glærur með sinni framsögu, ólíkt hinum þremur. Hann hóf mál sitt á að segja að staða Háskóla Íslands væri um margt mjög góð og að skólinn nyti trausts í samfélaginu. Jón Torfi minnti á að Háskólinn ætti ekki bara í samkeppni nú þó fleiri háskólar væru teknir til starfa, hann hefði lengi átt í samkeppni við skóla í útlöndum og einnig ríkti samkeppni á milli deilda innan HÍ. Hann lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Jón Torfi vill að fram fari vitræn og víðtæk umræða um Háskólann í öllu samfélaginu og telur að þannig og aðeins þannig fái hann meiri peninga til starfseminnar. Þá telur hann að bæta þurfi vinnuaðstöðu að Þjóðarbókhlaðan eigi að vera opin sem lengst. Hættum í vörn Kristín Ingólfsdóttir mælti síðust og byrjaði á að ræða um stöðu Háskóla Íslands í gjörbreyttu umhverfi vegna stofnunar nýrra háskóla. Hún sagði HÍ yfirleitt vera í varnarbaráttu og af þeirri braut þyrfti að snúa. Þá telur hún mikilvægt að marka Háskólanum innri stefnumörkun um leið og stefna skólans út á við sé mótuð með stjórnvöldum. Hún sagði mikilvægt að framfylgja jafnréttisáætlun skólans sem og að endurskoða stjórnskipulag hans. Hún lagði ríka áherslu á að fjárframlög til skólans yrðu hækkuð og staða hans sem rannsóknarháskóla efld. Þá vill hún hraða byggingu vísindagarða í Vatnsmýrinni. Kristín sagði mikilvægt að efla framhaldsnám við Háskólann en um leið vill hún hlúa vel að grunnnáminu og passa að það gleymist ekki. Shakespeare rýfur fund Að framsögunum loknum var opnað fyrir spurningar utan úr sal. Einum fundarmanna lék forvitni á að vita hvernig mögulegt væri að auka fjárframlög til Háskólans og svöruðu frambjóðendurnir því allir til að ríkið yrði að axla sína ábyrgð í þeim efnum. Ágúst nefndi þó að sveitarfélög og fyrirtækin í landinu ættu einnig að koma að málum og Einar sagði þjóðfélagið allt þurfa að sameinast um verkefnið. Benti hann á að milljörðum væri varið í kosningabaráttu Íslands til að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Jón Torfi sagði umræðu á breiðum grundvelli um hlutverk Háskólans nauðsynlega til að opna augu stjórnvalda og Kristín sagði menn hafa verið of hógværa í sókninni í meiri peninga. Þegar frambjóðendur voru í þann mund að byrja að svara vangaveltum eins fundargesta um hvort Háskóli Íslands væri í raun sá þjóðarskóli sem honum ber að vera var fundi slitið því kennsla í Shakespeare var að hefjast í sal 101.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira