Erlent

Norski herinn fram úr fjárlögum

Varnarmálaráðherra Noregs, Kristin Krohn Devold, er enn og aftur í slæmum málum. Annað árið í röð fer herinn langt fram úr fjárhagsáætlun. Rúman milljarð norskra króna vantar upp á að endar nái saman núna. Í viðtölum við fjölmiðla í morgun segja talsmenn hersins málið mjög alvarlegt en eftir að niðurstaðan varð ljós í gærkvöldi hafi yfirmaður hersins, Sigurd Frisvold, hætt við ferð sína til Þrándheims og eytt nóttinni þess í stað á fundi með undirmönnum sínum vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×