Erlent

Minni líkur á farsóttum

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að líkur á sjúkdómum og farsóttum fari minnkandi á hamfarasvæðunum við Indlandshaf, en flestir hafa nú aðgang að annaðhvort hreinu vatni eða hreinsitöflum. 158.000 manns eru taldir hafa látist í flóðunum og var óttast að sú tala myndi tvöfaldast ef farsóttir, sem berast m.a. með óhreinu vatni, brytust út. Þjóðir heimsins hafa hins vegar tekið svo vel við sér að töluvert hefur dregið úr hættu á sjúkdómum. Þó er enn talin hætta á malaríu sem berst með moskítóflugum auk þess sem litlar upplýsingar er að fá um afskekkta staði í Aceh-héraði í Indónesíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur beðið um 67 milljónir dollara, um 4,2 milljarða króna, til að geta sinnt neyðaraðstoð á hamfarasvæðunum og hefur þegar fengi um helming fjárins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×