Sýnilegur árangur hjálparstarfsins 10. janúar 2005 00:01 Minningarathöfn stendur yfir í Stokkhólmi um þá sem létust í hamförunum í Asíu. Hjálparstarf er farið að bera sýnilegan árangur á hamfarasvæðunum og íbúar reyna hvað þeir geta að taka upp eðlilega lífshætti. Karl Gústaf Svíakonungur hélt hjartnæma og mjög persónulega ræðu við minningarathöfnina í morgun. Þar sagðist hann óska sér að hann gæti einfaldlega sagt eins og konungarnir í ævintýrunum - að allir hefðu lifað hamingjusamir til æviloka. „En það get ég ekki. Ég er bara eins og þið hin: syrgjandi manneskja,“ sagði Karl Gústaf. Í dag hófst skólahald í Svíþjóð að nýju eftir jólafrí og í sumum héruðum Svíþjóðar má búast við því að í öðrum hverjum skóla vanti að minnsta kosti einn nemanda vegna hamfaranna í Asíu. Fimmtíu og tveir Svíar létust í hamförunum og talið er að 637 sé enn saknað þó að tölurnar þar að lútandi hafi verið nokkuð misvísandi. Á Srí Lanka hófst kennsla í nokkrum skólum í morgun í fyrsta sinn eftir hamfarirnar. Hjálparstarf er nú farið að bera sýnilegan árangur í Aceh-héraði á Súmötru sem varð hvað verst úti í flóðunum og íbúar sumir farnir að lifa eðlilegu lífi aftur að hluta, tveimur vikum eftir flóðbylgjurnar. Það er þó ljóst að uppbygging á hamfarasvæðunum mun taka taka langan tíma og lýsti Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því yfir að langtímahjálp til uppbyggingar yrði veitt á hamfarasvæðinu. Í gærkvöldi gerði öflugur skjálfti upp á 6,2 á Richter gerði vart við sig í Aceh-héraði. Fjöldi fólks flúði heimili sín vegna skjálftans en ekki er vitað til þess að neinn hafi látist. Bandarísk þyrla með hjálpargögn hrapaði í námunda við flugvöll í Aceh-héraði í nótt. Tíu manns voru um borð í þyrlunni og sluppu þeir allir með lítilsháttar meiðsli. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan féll til jarðar en engar vísbendingar eru um að skotið hafi verið að henni að sögn hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Minningarathöfn stendur yfir í Stokkhólmi um þá sem létust í hamförunum í Asíu. Hjálparstarf er farið að bera sýnilegan árangur á hamfarasvæðunum og íbúar reyna hvað þeir geta að taka upp eðlilega lífshætti. Karl Gústaf Svíakonungur hélt hjartnæma og mjög persónulega ræðu við minningarathöfnina í morgun. Þar sagðist hann óska sér að hann gæti einfaldlega sagt eins og konungarnir í ævintýrunum - að allir hefðu lifað hamingjusamir til æviloka. „En það get ég ekki. Ég er bara eins og þið hin: syrgjandi manneskja,“ sagði Karl Gústaf. Í dag hófst skólahald í Svíþjóð að nýju eftir jólafrí og í sumum héruðum Svíþjóðar má búast við því að í öðrum hverjum skóla vanti að minnsta kosti einn nemanda vegna hamfaranna í Asíu. Fimmtíu og tveir Svíar létust í hamförunum og talið er að 637 sé enn saknað þó að tölurnar þar að lútandi hafi verið nokkuð misvísandi. Á Srí Lanka hófst kennsla í nokkrum skólum í morgun í fyrsta sinn eftir hamfarirnar. Hjálparstarf er nú farið að bera sýnilegan árangur í Aceh-héraði á Súmötru sem varð hvað verst úti í flóðunum og íbúar sumir farnir að lifa eðlilegu lífi aftur að hluta, tveimur vikum eftir flóðbylgjurnar. Það er þó ljóst að uppbygging á hamfarasvæðunum mun taka taka langan tíma og lýsti Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, því yfir að langtímahjálp til uppbyggingar yrði veitt á hamfarasvæðinu. Í gærkvöldi gerði öflugur skjálfti upp á 6,2 á Richter gerði vart við sig í Aceh-héraði. Fjöldi fólks flúði heimili sín vegna skjálftans en ekki er vitað til þess að neinn hafi látist. Bandarísk þyrla með hjálpargögn hrapaði í námunda við flugvöll í Aceh-héraði í nótt. Tíu manns voru um borð í þyrlunni og sluppu þeir allir með lítilsháttar meiðsli. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan féll til jarðar en engar vísbendingar eru um að skotið hafi verið að henni að sögn hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira