Erlent

Látinna Svía minnst

Svíar halda í dag minningarathöfn um þá sem létust í kjölfar hamfaranna í Asíu á annan dag jóla. Athöfnin verður haldin í ráðhúsinu í Stokkhólmi klukkan tíu að íslenskum tíma og þar verður konungsfjölskyldan sænska og flestir ráðamenn landsins. Í dag hefst skólahald í Svíþjóð að nýju eftir jólafrí og í sumum héröðum Svíþjóðar má búast við því að í öðrum hverjum skóla vanti að minnsta kosti einn nemanda vegna hamfaranna í Asíu. Fimmtíu og tveir Svíar létust í hamförunum og talið er að 637 sé enn saknað, þó að tölurnar þar að lútandi hafi verið nokkuð misvísandi. Um fimmtungur þeirra sem saknað er eru undir tuttugu ára aldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×