Erlent

Átta létust í sprengingu í Írak

Sjö úkraínskir hermenn og einn Kasaki létust í Wasit-hérað í Írak í dag þegar sprengja, sem þeir hugðust aftengja, sprakk. Þá særðust ellefu hermenn í sprengingunni, sjö Úkraínumenn og fjórir Kasakar, en verið var að flytja sprengjuna á öruggan stað þegar atviki varð. Fyrr í dag fórst pólskur hermaður í suðurhluta landsins og hafa því níu hermenn úr alþjóðaherliðinu í Írak týnt lífi í dag. Þing Úkraínu hefur beðið fráfarandi forseta, Leoníd Kútsma, að draga 1600 manna herlið landsins út úr Írak og þá hefur Pólland, einn af tryggustu bandamönnum Bandaríkjanna í Írak, ákveðið að fækka í sínu herliði í landinu um þriðjung, eða 800 hermenn, í febrúar. Það er því útlit fyrir að hópurinn þynnist nokkuð í alþjóðarherliðinu á næstu mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×