Erlent

Hjálparstarf gengur misjafnlega

Talið er að í dag takist að koma neyðarhjálpargögnum til síðustu fórnarlamba flóðbylgjunnar á Srí Lanka, sem ekki hefur náðst til til þessa. Annars staðar, einkum á Indónesíu, er ástandið enn víða mjög slæmt. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja örlög tugþúsunda á huldu og að fjöldi látinna gæti margfaldast ef ekki tekst að koma hjálpargögnum til allra um helgina. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er á ferð um Srí Lanka til að kynna sér afleiðingar hörmunganna þar. Ríkistu þjóðir heims tilkynntu í gær að skuldir þjóða sem urðu fyrir barðinu á flóðbylgjunni yrðu felldar niður. Það er talið gera ríkisstjórnum þeirra landa kleift að nota fé, sem annars hefði farið til greiðslu skulda, til uppbyggingarstarfs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×