Erlent

Al-Kaída mun nota gereyðingarvopn

Óöldin í Írak eykur líkurnar á því að uppreisnarmenn láti til skarar skríða í öðrum löndum að mati Porters Goss, yfirmanns bandarísku leyniþjónustunar CIA. Á fundi með öldungadeild Bandaríkjaþings í gær sagði Goss að íslamskir hryðjuverkamenn hefðu hlotið þjálfun í Írak sem myndi líklega nýtast þeim í aðgerðum þeirra í öðrum löndum. Þá sagði hann að stríðið í Írak hefði veitt hryðjuverkamönnum sterk sambönd víða og að aðeins væri tímaspursmál hvenær hryðjuverkahópur eins og Al-Kaída myndi reyna árásir með gereyðingarvopnum. Goss beindi spjótum sínum einnig að stjörnvöldum í Íran sem hann sagði styðja við bakið á hryðjuverkamönnum í Írak og reyna allt sem þau gætu til þess að komast yfir kjarnavopn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×