Sport

Formúluliðin verða að bæta sig

Yfirmaður akstursíþróttanna, Max Mosley, er kominn með nóg af vælinu í liðunum í formúlu eitt kappakstrinum útaf yfirburðum Ferrari. Ítalska liðið hefur unnið heimsmeistaratitilinn sex ár í röð og vill Mosley meina að það sé vegna skorts á samkeppni. "Ferrari er ekki að eyðileggja íþróttina. Ég myndi frekar segja að Williams, McLaren, Renault og BAR séu að því því starf þeirra er einfaldlega hlægilegt. Ferrari á ekkert að tapa, það eru hin liðin sem eiga að vinna", sagði Mosley.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×