Sport

HM í sundi fer fram í Montreal

Montreal borgin í Kanada hefur fengið leyfi aftur til að halda HM í sundi í sumar, en leyfið hafið verið tekið af þeim vegna fjárhagsvandræða. Eftir fund í Frankfurt í dag var hins vegar ákveðið að mótið færi fram í Montreal og mun það fara fram dagana 17.-21. júlí eins og áður hafði verið ákveðið. Aþena, Berlín og Moskva biðu í röð eftir því að fá að halda mótið hefði Montreal misst það.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×