Erlent

Skaut kennara og tók barn sem gísl

Vopnaður maður sem tók tíu ára nemanda við grunnskóla í Höfðaborg í gíslingu og skaut og særði kennara var skotinn til bana af lögreglu. Gíslatökumaðurinn hafði verið á ferli við skólann frá því snemma um morguninn áður en hann lét til skarar skríða. Þegar hann var spurður út í veru sína sagðist hann vera að bíða eftir einum kennaranna. Seinna tók hann nemanda í gíslingu og skaut kennara. Kennarinn særðist og var fluttur á sjúkrahús en var ekki í lífshættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×